42. Þáttur: Cripple Creek

Apple PodcastsHLUSTAÐU Á APPLE PODCAST

SpotifyHLUSTAÐU Á SPOTIFY

Í þessum þætti ætlum við að segja ykkur tvær draugasögur sem bæði gerast í hinum alræmda draugabæ Cripple Creek í Colorado en þessi litli sveitabær margfaldaðist bæði að stærð og í íbúafjölda á örfáum árum eftir að ein arðbærasta gullnáma heims fannst í bænum…

https://open.spotify.com/episode/37ksQKuZhDT64YlWLWhiRk?si=2vcZ95i5Q1OvJkSUej6-Ew

Cripple Creek stækkaði hratt og íbúm fjölgaði enn hraðar á tímum Gullæðisins
Bob Womack mætti nefnilega í fámenna þorpið og fann þar eina arðbærustu gullnámu sem fundist hefur í heiminum
Meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja og bygginga sem reist voru var hið geysivinsæla Imperial Hótel
Long hjónin komu til með að helga lífi sínu hótelrekstrinum og sagt er að George Long starfi þar enn þann dag í dag…
Húsið hefur ekki mikið verið endurnýjað síðan það var reist og hafa margir líkt því við að stíga aftur til fortíðar þar innandyra
Í seinni hluta þáttarins fjöllum við um hið alræmda Cripple Creek fangelsi: Outlaws & Lawmen Jail sem í dag er rekið sem safn
Svefnfyrirkomulag á þeim tíma var langt frá því að vera huggulegt og kannski ekki skrítið að margir séu ekki sáttir við þá meðhöndlun sem þeir fengu ..
Þó það hafi nú verið heimili margra…

Margir verða varir við draugagang í klefablokkinni

Þú getur heimsótt safnið og klætt þig í búninga sem fangar þurftu að klæðast á tímum áður… passaðu bara að engin hrindi þér yfir handriðin !

Takk fyrir að hlusta á Draugasögu vikunnar 👻 Ef þú vilt hlusta á fleiri Draugasögur þá bjóðum við uppá þrjár áskriftarleiðir inná Patreon

Ef að þú hlustaðir, ertu þá kannski til í að styrkja Mikael Darra? Þessi þáttur var gerður fyrir hann 🙏🏽

Svo viljum við minna á styrktarreikninginn hans Mikaels Darra en þessi þáttur var búinn til fyrir hann 🤍 Svo ef þú hlustaðir og hafðir gaman að hjálpaðu okkur að hjálpa Mikael Darra í hetjulegri barráttu við illkynja krabbamein 🤍

Mikael Darri veikist í kringum 8 mánaðar aldur og greinist síðan í framhaldi með alvarlegt AML hvítblæði ásamt æxli við heila, mænu og andlit rètt fyrir 1 árs afmælið sitt. 

Nú á meðan Líf og Magnús foreldrar þeirra standa í þessu krefjandi verkefni og miklu óvissu með framtíðina hefur verið stofnaður

Draugasögur Podcast mun halda áfram að styrkja þau næstu mánuði með peningaframlögum og við hvetjum ALLA HLUSTENDUR að gera það sama…. Margt smátt gerir eitt stórt 🙏🏽

Reikningur er: 536-26-8389 kt. 130384-8389

Hjálpum Mikael Darra og fjölskyldu hans í þessu erfiða verkefni 🤍