Í dag ætlum við að heimsækja skólendi sem samanstendur af trjám, opnu svæði, vötnum, heiðum og meira að segja leyfum af kolanámu.
Þarna er ýmislegt áhugavert sem dregur fólk að. Þetta er vinsælt svæði meðal hjólreiðamanna og göngufólks. Fjölskyldur þyrpast þarna saman í lautarferðir og ekki skemmir fyrir að þarna sé stór leikvöllur fyrir börnin.
En skógurinn á sér dekkri hlið sem allir heimamenn þekkja. Því inn á milli trjánna leynast allskonar verur sem eru ekki af þessum heimi og þær eru alls ekkert feimnar við að láta sjá sig sumar hverjar.





















Takk fyrir að hlusta á Draugasögu vikunnar!
Draugasögurnar okkar koma út aðra hverja viku svo sú næsta kemur inná allar hlaðvarpsveitur miðvikudaginn 23. febrúar. Áskriftasögurnar koma hinsvegar út alla miðvikudaga og mánudags mínísögurnar alla mánudaga fyrir áskrifendur í Draugasögu Kynslóðinni.
Sannar Íslenskar Draugasögur er síðan annað podcast sem við erum með sem kemur út alla föstudaga á allar hlaðvarpsveitur.
Ef þér finnst gaman að hlusta og vilt fá fleiri draugasögur ásamt ýmsu öðru skemmtilegu þá geturu skoðað áskriftarleiðirnar okkar inná patreon.com/draugasogur
Með því að gerast áskrifandi verðuru sjálfkrafa meðlimur í skemmtilegu samfélagi af fólki sem hefur sama áhuga og þú á eftirlífinu og styrkir podcastið okkar í leiðinni ❤️
