76. Þáttur – La Casa Matusita

Ferðamenn sem sækja Perú heim, safnast saman til að sjá regnbogafjöllinn, Amazon frumskóginn og að gæða sér á hinum fræga drykk heimamanna Pisco Sour.

En eins og alltaf þá erum við ekki hingað komin til þess að skoða þessa helstu ferðamannastaði. Við ætlum að koma okkur til höfuðborgarinnar Lima, og kafa ofaní söguna um fræga gula húsið á horninu sem er talið vera reimdasta húsið í öllu landinu.

Sagan sem við ætlum að segja ykkur í dag er vel þekkt meðal heimamanna og enn í dag er talin hvíla bölvun á húsinu.

Verið velkomin í gula húsið sem er betur þekkt sem La Casa Matusita.

Húsið á horninu var eitt sinn einmitt bara það, húsið á horninu…
Í dag er það einungis þekkt sem Drauga- húsið á horninu…
Gula húsið er vinsæll ferðamannastaður enda talinn einn sá reimdasti í öllu landinu
En staðurinn á sér hryllilega sögu, löngu áður en þar stóð nokkurn tíman hús…
Í dag býr engin á efri hæðinni
og fáir þora þangað upp
Því mögulega kemst fólk ekki niður aftur….
Svo reimt er húsið að kvikmynd hefur verið gerð um þá leyndardóma sem það geymir inn í veggjunum….

Við minnum á að sjónvarpsþáttur okkar á Hringbraut verður sýndur í opinni dagskrá og hefur göngu sína þann 14. mars nk.

@draugasogurpodcast