Áskriftarleiðir: Sannar Íslenskar Draugasögur

 

Þú vilt heyra íslenskar draugasögur!

Þúsundir íslendinga verða árlega fyrir aðkasti vegna atburða sem ekki eiga sér eðlilegar skýringar. Í gegnum tíðina höfum við fengið talsvert af sögum sendar til okkar þar sem fólk er raunverulega að lýsa hræðslu og ótta á yfirnáttúrulegri upplifun. Atvikum sem hafa komið fyrir þau á stofnunum, vinnustöðum en þó lang oftast inná þeirra eigin heimilum.

Í þessum þáttum munum við fara yfir aðsendar sögur, deila þeim með ykkur og rýna í þær saman. Nýr þáttur kemur út annan hvern föstudag kl.03:00.

Þáttastjórnendur eru hjónin Stefán John Stefánsson og Katrín Bjarkadóttir sem hafa haldið úti hlaðvarpinu Draugasögur Podcast síðan 2020 og starfað við rannsóknir á reimleika síðan 2018. Þau hafa heimsótt og rannsakað reimdustu staði Íslands þar á meðal Höfða og Hvítárnesskála, en einnig ferðast þau reglulega erlendis fyrir rannsóknir og þar má t.d. nefna hiða eina og sanna Conjuring hús. Þau hafa gefið út sjónvarps og netþætti, hjálpað tugi fjölskyldna sem hafa verið að klást við ásóknir og vinna markvisst að því að fræða almenning um andaheiminn.