Bandaríkja Roadtrip!

Núna þegar ég er að skrifa þetta þá eru 28 dagar í Bandaríkja Roadtrip-ið!

En förum aðeins yfir hvað við erum að fara að gera þarna og hvernig þú getur komið með okkur… í gegnum skjáinn 😉

Við erum semsagt búin að negla niður tvær draugabyggingar sem við ætlum að rannsaka yfir nótt eða í sirka 15 klst.

Fyrsta byggingin sem við ætlum að skoða er Bihl Manor í Ohio!

Núna á mánudaginn (8.maí) mun koma út mínísaga fyrir áskrifendur þar sem við förum yfir sögu hússins í smáatriðum. En til þess að stykkla á stóru þá er hér um að ræða hús sem var fyrst til þess að byrja með heimili. En fljótlega byrjaði ólukkan að elta þau, og létu hjónin bæði lífið inná heimilinu. Næst var húsinu breytt í sambýli fyrir börn sem voru að díla við einhversskonar veikindi eða fötlun. En þarna voru líka munaðarlaus börn sem engin var að sjá um. Við vitum um nokkur dauðsföll sem urðu á meðan þetta var starfandi sambýli, og mögulega eitt sjálfsvíg eða slys. Við munum fara vel yfir söguna á mánudaginn svo ef þú vilt vera með í ferðalaginu frá byrjun þá skaltu skrá þig í Draugasögu Kynslóðina HÉR.

Eftir rannsókn á Bihl Manor keyrum við til West Virgina í lítinn bæ sem heitir Williamson. Þar stendur gamli spítalinn á hæðinni eða Old Collage Hill Hospital!

Við gerðum podcast þátt um þennan stað í desember árið 2022. Hann er aðgengilegur fyrir áskrifendur.

En í stuttu máli þá er hér um að ræða spítala sem hét á sínum tíma Williamson Memorial Hospital í höfuðið á Wallace Williamson sem eitt sinn átti allt landið sem nú ert þekkt í dag sem Williamson Borg.

Hann opnaði árið 1928 eftir að eini spítalinn í bænum, sem staddur var í miðbænum, hafði brunnið til kaldra kola veturinn 1926.

Á 1. hæð var fæðingadeildin, á 2 og 3 hæð voru sjúkra og skurðstofur og á fjórðu hæðinni sem var minnst var apótek. Það urðu síðan einhverjar breytingar á þessum 60 árum sem spítalinn var starfandi, bráðamóttakan var tildæmis færð uppá 1 hæð á einhverjum tímapunkti, og í kjallaranum var síðan opnaður barnaspítali.

Árið 1979 urðu eigendaskipti á spítalanum og þá var ný og nútímalegri aðstaða byggð rétt ofan við götuna. Gamli spítalinn var endurnýjaður og nýttur undir læknastofur næstu 26 árin eða til ársins 1988 þegar honum var lokað.

Draugasögurnar sem koma frá þessum spítala eru skuggalegar og við förum rækilega yfir þær í podcast þættinum okkar sem fékk nafnið Gamli Spítalinn á Hæðinni. Þið sem eruð áskrifendur þið finnið hann í Patreon appinu.

Þetta eru staðirnir tveir þar sem við munum taka upp öll okkar tæki og tól og rannsaka draugaganginn. En við munum heimsækja fleiri, bara til þess að skoða og sýna frá – þar má t.d. nefna Eastern State fangelsið í Philadelphu sem við höfum einnig gert þátt um 🙂

Núna á næstu dögum ætlum við að hafa LIVE spjallþátt fyrir áskrifendur okkar þar sem við tökum aðeins stöðuna og ræðum þetta ferðalag. Þetta er í fjórða skiptið sem við ferðumst til Bandaríkjanna í þeim tilgangi að rannsaka draugalega staði, við fórum t.d. seinast í Sallie House (sá þáttur er aðgengilegur á öllum hlaðvarpsveitum) og þar á undan fórum við í hið eina og sanna Conjuring hús!!!

Við munum vera dugleg að pósta í story á Instagram og Facebook svo endilega fylgið okkur þar og kveikið á notification til þess að missa ekki af nýjum póstum þar. Við hvetjum ykkur líka til þess að koma í spjallhópinn okkar HÉR. 

Á þessum samfélagsmiðlum ertu að fá að sjá ferðalagið frá byrjun til enda. EN ef þú vilt vera með okkur í rannsóknunum, sjá myndbönd og sannanir og mögulega hafa tækifæri á að vera með okkur LIVE um kvöldið og nóttina á meðan við erum að rannsaka… þá skaltu skoða áskriftarsíðuna okkar www.patreon.com/draugasogur. Þar viltu velja áskriftarleið sem heitir Draugsögu Kynslóðin en það er sú leið sem fær allt okkar efni. Það er enginn binding og þú færð aðgang að yfir 400 draugasögum, mynböndum úr öðrum draugaferðum okkar hérlendis og erlendis, viðtöl við frægustu nöfnin í paranormal bransanum og auðvitað öll sönnunargögnin sem við höfum náð! Ef þú ert drauganörd eins og við þá verðuru ekki fyrir vonbrigðum 😉

Við ætlum að vera dugleg að pósta fréttum reglulega hingað inn og jafnvel allskonar ráðum og svör við spurningum sem við fáum oft!

Hafið það sem allra besta kæru hlustendur 🙂

Draugakveðjur,

Katrín og Stebbi