Sannar draugasögur alla miðvikudaga!

Heimasíða Podcast þáttarins Draugasögur

Katrín og Stefán segja þér FRÍA draugasögu á hverjum miðvikudegi sem þú getur hlustað á á öllum helstu hlaðvarpsveitum eins og Spotify, Apple Podcast, Castbox, Podbean, Google Podcast, Amazon Music, Stitcher, Tunein Radio og Pocket Casts!!

Áskrifendur fá sína þætti inná Patreon sem er stærsta podcast platform í heimi!

Patreon er með FRÍTT APP fyrir allar tegundir síma en áskrifendur fá prívat RSS link sem þeir geta notað t.d. í Apple Podcast!

Katrín og Stefán við Hvítárnesskála.
Húsið er talið vera eitt reimdasta hús landsins.

Katrín Bjarkadóttir og Stefán John Stefánsson athafna- og samfélagsmiðla parið eru án efa þekktustu draugabanar landsins.

Eftir margar heimsóknir þeirra á reimdum stöðum, húsum og kennileitum um allan heim sem margir hafa fylgst með á samfélagsmiðlum þeirra var þessi kafli einungis tímaspurs mál.

Parið sér um alla vinnuna á bakvið hvern þátt. Rannsóknarvinna, handrit, upptaka, eftirvinnsla, tónlist, heimasíða, auglýsingar, samfélagsmiðlar og allt annað sem tengist podcastinu er í þeirra höndum og er þeirra sköpun.

En þá situr eftir spurningin:

Þorir þú að hlusta ?