Við erum aftur komin til Savannah Í Georgíu og undir stóru eikar trjánum sem prýða göturnar hefur ýmislegt gerst.

Gangstéttinn sem núna er grá og snyrtileg var eitt sinn þakinn blóði og þeir segja að ef þú hlustar vel þá gætir þú heyrt angistarópin í fólkinu sem tók sinn seinasta andardrátt innan um trjánum….

Við erum utandyra að þessu sinni, verið velkomin á Wright Torgið.