Coulrophobia er ein algengasta fóbía sem þekkist á meðal manna, og mögulega eru einhverjir hlustendur okkar sem kannast við hana. En það er ofsa-ótti og fælni gagnvart trúðum og trúðagervi…. 

Þegar glæpamenn, raðmorðingjar og illmenni í kvikmyndum hafa klætt sig upp sem slíkir. Þá er ekki skrítið að þeir hafi verið kunngerðir sem eitthvað slæmt og hræðilegt sem við ættum að óttast. 

Raðmorðinginn John Wayne Gacy sem myrti yfir 30 manns klæddi sig reglulega upp sem trúð í leikgervi sem hann kallaði Pogo The Clown – er einmitt gott dæmi um það…. 

Og líkt og John Wayne Gacy sagði eitt sinn við lögregluna: 

“Þið vitið að trúðar, gætu hæglega komist upp með morð!?” 

Í dag ætlum við að heimsækja stað sem helgar sig öllum þessum ýktu- og stundum alveg hræðilegu…Karakterum! 

Verið velkomin í hið alræmda…  Clown Motel. 

Skoðaðu myndirnar sem fylgja þættinum inná draugasogur.com

Enn fleiri þættir án bindingar og aðgangur að ölllu frá upphafi strax við skráningu á patreon.com/draugasogur

Þátturinn inniheldur auglýsingu um styrktarreikning Mikaels Darra