7. Þáttur – Eastern State Fangelsið

Í þessum þætti fjöllum við um hið alræmda Eastern State fangelsi. Þar sem hver einasti klefi er einangrunarklefi. Fangelsið er talið hafa verið reimt alla tíð vegna þeirrar meðferðar sem fangar þar fengu. Sjálfur Al Capone sagðist vera ofsóttur af anda fórnarlamba sinna á meðan hann var þar í afplánun.

Hlustaðu á sönnunargögnin og skoðaðu myndirnar á meðan þú hlustar inn á draugasogur.com

Þorir þú að hlusta?