Draugagangur við Úlfljótsvatn?

Eftirfarandi frásögn fengum við senda frá áskrifanda og nú óskum við eftir því að fá að heyra frá þeim sem hafa svipaðar sögur að segja eða hafa orðið varir við draugagang á þessum slóðum.

Frásögnin er eftirfarandi:

Í byrjun júlí árið 1998, var ég 12 ára i sumarbúðunum á Úlfljotsvatni. Við vorum 5 vinkonur settar í útiskála með kojum fyrir 5 manns. Ég svaf i efstu koju, og kojan fyrir neðan mig var tvíbreið, þar sem besta vinkona mín meðal annars svaf. Undir morgun einn daginn er eins og mér sé gjörsamlega kastað úr kojunni. Ég magalendi nákvæmlega eins og flugvél á gólfinu, algjörlega ómeidd. Vinkona mín sem svaf fyrir neðan mig var vitni af atvikinu. Hef aldrei verið hrædd við þetta, en sannfærð um að ég sparkaði mér ekki sjálf úr kojunni. Mjög undarleg upplifunum. Rifjaði þetta upp um daginn við vinkonu mína og hún man þetta ljóslifandi eins og ég. Væri áhugavert ef þið mynduð for rannsaka ef einhverjir fleiri hafa sögur þaðan.

Hvað segið þið kæru hlustendur? Er draugagangur við Úlfljótsvatn?

Einhver sem lumar á frásögn úr sumarbúðum þaðan? Eða veit AF HVERJU draugagangurinn gæti stafað af?

Ykkur er velkomið að kommenta hér eða senda okkur tölvupóst á sannar@draugasogur.com


Mynd tekin af Wikipedia 
https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=1937415