Eloise geðsjúkrahúsið er í rauninni risastórt svæði í Westland í Michigan.
Það starfaði frá 1839 til snemma árs 1982. Stofnuninn byrjaði sem hús fyrir fátækt fólk. Nú eru þið vonandi búin að hlusta á fyrri sögur, fátækrahús voru vinsæl á þessum tíma. Hugmyndin var alltaf að smala saman öllum þeim sem pössuðu ekki inní “normið,, saman í eitt hús. Hvort sem þú varst líkamlega veikur, andlega veikur eða bara áttir ekki pening fyrir mat þá gastu fengið herbergi í Eloise.
https://open.spotify.com/episode/7m1EN301typWk9Oa9gzKXs?si=pkwFCDv7QuSm3EWX8gbG9g











Þetta eru meðferðir sem þið eruð eflaust farin að þekkja ef þið hafið hlustað á þættina okkar lengi. Meðferðir eins og waterboarding, rafstuðsmeðferðir, sjúklingar sveltir og einangraðir í von um að lækna þá af veikindum sem margir þeirra voru ekki einu sinni með.









Við vonum að þið hafið haft gaman að sögunni um Eloise. Ef þú ert áskrifandi af Draugasögur Podcast getur þú núna farið inná Patreon og hlustað á íslenska draugasögu um Höfða. Við fengum til okkar sagnfræðinginn Guðjón Friðriksson til þess að undirbúa okkur undir heimsókn okkar næsta föstudag. Þar sem við munum vera lokuð inní Höfða í 12 klst.
Ef þú vilt koma í áskrift, fá 4 AUKA draugasögur á mánuði og þar á meðal íslenskar sögur getur þú gert það inná http://www.patreon.com/draugasogur