Hver erum við ?

Stefán og Katrín reka fyrirtækið Ghost Network ehf. og stjórna sjálf hlaðvörpunum Draugasögur Podcast og Sannar Íslenskar Draugasögur. Er hægt að nálgast þau á öllum helstu hlaðvarpsveitum og skoða myndir með þáttunum á draugasogur.com og á Facebook og Instagram @Draugasogurpodcast. Eingöngu er fjallað um sönn mál er við koma draugagangi í þessum hlaðvarpsþáttum.

Drauga-, trölla- og álfatrú hefur frá landnámi verið hluti af menningararfi Íslendinga.

Stefán John og Katrín Bjarkadóttir hafa stundum verið kölluð „hinir íslensku draugabanar“.

Draugasögur Podcast ásamt hlaðvarpinu Sannar Íslenskar Draugasögur eru bæði með þeim vinsælustu hér á landi, og sjónvarpsþættir þeirra hafa slegið rækilega í gegn.

Það er því greinilegt að áhuginn er mikill hjá íslendingum.

Fólk leitar einnig til þeirra sem síðasta úrræði þar sem er reimt. Það er samt ekkert númer sem fólk getur hringt í þegar óútskýrður umgangur er allar nætur eða öndum bregður fyrir í tíma og ótíma, fólki til mikils ama og ótta.

Taka skal fram að þáttastjórnendur hafa þó aldrei tekið við greiðslu við að aðstoða fólk við slík „vandamál“.

„Í vopnabúrinu erum við vitaskuld með Katrínu sem er gædd sjón sem aðeins þeir sem hafa slíka geta fyllilega skilið og tengt við, en af tækjabúnaði höfum við einungis viðurkennd tól frá þeim frægustu og virtustu í heiminum í dag. Þar ber helst að nefna sérstök hljóðupptökutæki, útvarpsbylgjunema, rafsegulmæla, hitanema, hreyfiskynjara og ljósabúnað, allt frá innrauðum yfir í útfjólublá, og svo „sensored light“-myndavél sem okkar fólk er hvað allra spennast fyrir, og auk þess ótal önnur tæki.“

Þorir þú að hlusta ..?