Í þessum þætti ætlum við að ferðast með ykkur hinu megin á hnöttinn alla leið til Japans! Við rætur fjallsins Fuji liggur tignarlegt landslag og þar er að finna umdeildann skóg sem heitir Aokigahara en er kannski betur þekktur sem Suicide Forest.

Um leið og stigið er inní skóginn tekur fólk strax eftir því að þarna er ekki allt með feldu. Það er eins og allt líf hafi vikist undan þessum stað, eða sé í felum. Skógurinn á sér nefnilega dökka hlið. Auk þeirra sem ferðast þangað til þess að dást af fegurðinni og fara i gönguferðir, þá er líka gríðarlegur fjöldi órólegra sála sem að koma þangað á ári hverju til að deyja!

Gerðu upplifun þína við hlustun enn meiri með að skoða myndirnar á draugasogur.com

Hlustendur þáttarins fá 15% afslátt á öllum vörum á leanbody.is –