
Sérstakur tvöfaldur þáttur um reimdustu staði Ítalíu.
Við byrjum á að heimsækja hina alræmdu eyju Povegliu sem er hreint út sagt helvíti á jörðu! Heimsókn á eyjuna er með öllu óheimil og fylgja þungar refsingar þeim sem voga sér að sigla þangað yfir.
Síðar í þættinum færum við okkur sunnar á Ítalíu við Lake Como þar sem risastór höll hefur staðið mannlaus áratugum saman og heimamenn forðast að tala um. En hvers vegna?
Þorir þú að hlusta ..?
Skoðið myndirnar á draugasogur.com á meðan þið hlustið til að gera upplifun ykkar enn meiri.
Viljir þú enn fleiri draugasögur, íslenska staði og alls konar aukaefni bjóðum við þig hjartanlega velkomin/nn í Draugasögu Fjölskylduna okkar á patreon.com/draugasogur
Recent Comments