Eloise geðsjúkrahúsið er í rauninni risastórt svæðií Westland í Michigan.

Það starfaði frá 1839 til snemma árs 1982. Stofnunin byrjaði sem hús fyrir fátækt fólk. Nú eru þið vonandi búin að hlusta á fyrri sögur, fátækrahús voru vinsæl á þessum tíma. Hugmyndin var alltaf að smala saman öllum þeim sem pössuðu ekki inní “normið,, saman í eitt hús. Hvort sem þú varst líkamlega veikur, andlega veikur eða bara áttir ekki pening fyrir mat þá gastu fengið herbergi í Eloise.

Í þættinum tökum við viðtal við Jeff Allan sem hefur rannsakað reimleika í Eloise hvað mest og erum einnig með sérstaka tilkynningu í lok þáttar

Við minnnum á áskriftarsíðu okkar patreon.com/draugasogur