Ferðamenn sem sækja Perú heim, safnast saman til að sjá regnbogafjöllinn, Amazon frumskóginn og að gæða sér á hinum fræga drykk heimamanna Pisco Sour.

En eins og alltaf þá erum við ekki hingað komin til þess að skoða þessa helstu ferðamannastaði. Við ætlum að koma okkur til höfuðborgarinnar Lima, og kafa ofaní söguna um fræga gula húsið á horninu sem er talið vera reimdasta húsið í öllu landinu.

Sagan sem við ætlum að segja ykkur í dag er vel þekkt meðal heimamanna og enn í dag er talin hvíla bölvun á húsinu.

 Verið velkomin í gula húsið sem er betur þekkt sem La Casa Matusita.

Skoðaðu myndirnar sem fylgja þættinum inná draugasögur.com

og fáðu strax aðgang að yfir 300 þáttum og aukaefni inná patreon.com/draugasogur – engin binding!

Leave a Reply