Draugasögur Podcast ferðast með ykkur á skuggalegustu staði heimsins. Við köfum djúpt ofaní söguna til þess að reyna að finna út af hverju draugagangurinn stafar og oftar en ekki flækjumst við inní einhver glæpamál, morð, svik eða bölvanir!

En ekki halda að við séum eingöngu að tala um drauga, við höfum virkilega gaman af sögulegum staðreindum og skjalfestum heimildum. Í hverjum þætti spólum við til baka í fortíðina því eins og við segjum alltaf það er nauðsynlegt að þekkja söguna út og inn áður en maður fer að greina hverskona reimleiki er þarna á sveimi. Erum við að fást við vitsmunalega anda, poltergeist, residual eða endurtekna orku? Og hvað þýðir þetta allt saman hvernig þekkjum við muninn?

Engar áhyggjur við munum kenna ykkur….

Við höldum úti heimasíðunni draugasogur.com og eins bjóðum við uppá áskriftarsíðu patreon.com/draugasogur þar sem þú færð tvo þætti vikulega, heyrir viðtöl við frægustu nöfnin í paranormal heiminum og færð tækifæri á að koma með okkur í rannsóknir bæði innanlands og erlendis.

Svo er þú ert forvitin um drauga, þú þarft ekki að trúa nóg að vera bara forvitin, þú hefur gaman að true crime og vilt mögulega bóka þér sögulegt draugahótel í næsta fríi eða ef þú hefur gaman að því að ferðast og skoða fræga staði með óhuggulegri sögu þá skaltu prófa að hlusta á podcastið okkar! Það gæti komið þér á óvart og hafðu í huga að allar sögur sem við segjum þér eru dagsannar.

Draugasögur Podcast er framleitt af Ghost Network®