Gefins áskriftarþáttur í tilefni af GHOSTÓBER – mánuði !

Eftir 31 dag munum við tækla eina hættulegustu rannsókn okkar til þessa!

Í lok október munum við ferðast til Kansas í Missouri og gera 48 klst rannsókn í einu reimdasta og djöfulegasta húsi í heimi og í þetta skiptið munum við vera LIVE!

Við höfum sagt ykkur frá þessu húsi og hefur þessi saga ávallt setið á toppnum í öllum könnunum sem við gerum, svo það er greinilegt að þið eruð jafn heilluð af sögunni og við.

En það skondna er að þetta var þáttur númer 2 sem Draugasgöur gaf út. 

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Svo hér fáið þið endurbætta útgáfu af sögunni um Sallie House þar sem við förum rækilega yfir líf Pickman hjónanna, skoðum staðfest dauðsföll og allar þær staðreyndir sem við þurfum og í lokin ræðum við aðeins um munin á þessari rannsókn og þeirri sem við fórum í núna í ágúst þegar við heimsóttum Conjuring húsið og rannsökuðum það í 14 klst. 

Þetta er lengsti þáttur sem við höfum gefið út, og við munum mæla með bók og video-i fyrir þá sem hafa áhuga á að undirbúa sig með okkur fyrir rannsóknina í október. Skoðið endilega myndirnar sem við munum láta fylgja með á samfélagsmiðlum.

Verið velkomin í Sallie House…..